NAXOS tónlistarstreymi

Leiðbeiningar fyrir innskráningu í Naxos

Til þess að skrá þig inn í Naxos tónlistarveituna þarft þú að eiga gilt bókasafnskort hjá Borgarbókasafninu.

Veldu eitt tónlistarsafn (úr listanum hér að neðan) og sláðu inn númer bókasafnskortsins (byrjar á GE00) í reitinn efst í vinstra horninu þar sem stendur „Enter passcode“.

Mundu að skrá þig út að lokinni hlustun (rauður Log-Out hnappur efst á síðunni).

Innskráning í tónlistarstreymi Naxos 

Streymi sígildrar tónlistar (Naxos Music Library)
Hátt í 130.000 geisladiskar með nálægt 2 milljónum verka frá rúmlega 800 útgáfufyrirtækjum, einkum sígild tónlist. Æviágrip yfir 40 þúsund tónskálda og flytjenda, lagalistar, tónlistarorðabók og útdrættir og textar úr yfir 700 óperum ásamt fróðleik um tónlistarsöguna.

Streymi heimstónlistar (Naxos Music Library World)
Eitt umfangsmesta safn heimstónlistar sem hægt er nálgast á netinu. Rúmlega 100 þúsund verk af tæplega 10.000 plötum með rúmlega 20 þúsund flytjendum. Verkin koma frá fjölmörgum útgáfufyrirtækjum en auk Naxos ber helst að nefna heildarútgáfu hins heimsfræga Smithsonian Folkways.

Streymi myndbanda (Naxos Video Library)
Ríflega 1.300 óperur, ballettar, tónlistarfræðslumyndir og tónleikar auk tónlistarferða til sögulegra staða. Auk Naxos er þar meðal annars að finna efni frá Opus Arte, Arthaus, Dacapo og EuroArts.

Streymi jazztónlistar (Naxos Music Library Jazz)
Ríflega 185.000 lög frá 400 útgefendum þeirra á meðal Fantacy, Storyville, ACT, Effendi, Atlantic og Electra.

Öll söfnin eru uppfærð reglulega.

NML appið og lagalistar

Hægt er að búa til eigin lagalista í Safni sígildrar tónlistar (Naxos Music Library) og Safni heimstónlistar (Naxos Music Library World). Lagalistana er svo hægt að nálgast í gegnum tölvur, spjaldtölvur, tónhlöður og snjallsíma.

En fyrst þarf að búa til reikning.

Hvernig bý ég til reikning?

  • Veldu Naxos tónlistarveitu og notaðu bókasafnskortið þitt til að skrá þig inn 
  • Veldu „Playlists“ í efnisyfirlitinu efst á síðunni
  • Veldu „Sign up“ efst til hægri í stikunni „Student/Member Playlists“
  • Sláðu inn umbeðnar upplýsingar og veldu „Register New Account Now“
  • Virkjaðu reikning þinn með því að smella á tengil í tölvupósti sem þú færð sendan

Nú getur þú búið til þína eigin lagalista.

Eftir það getur þú alltaf notað reikningsupplýsingarnar þínar í „Login“ á stikunni „Student / Member Playlists“ fyrir lagalista eftir að þú hefur skráð þig inn á venjulegan hátt með skírteinisnúmerinu þínu.

NML appið má finna á iTunes (fyrir iOS) og Google Play (fyrir Android).

Þegar appið er upp sett getur þú skráð þig inn með þeim reikningsupplýsingum sem þú notaðir til að búa til reikning (hér fyrir ofan).

Athugið að appið nær ekki til Naxos Music Library World.